Um hugbúnaðinn

Laufið er stafrænn vettvangur sem leiðir stjórnendur fyrirtækja áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi.

Allar aðgerðir eru framkvæmdar í sérhönnuðu stjórnendakerfi (e. admin system) þar sem að upplýsingarnar birtast almenningi inn á upplýsingaveitu Laufsins.

Prófaðu hugbúnaðinn okkar frítt í 30 daga

Prófaðu frítt

Laufakerfið

Laufakerfið er kjarninn að hugmyndafræði Laufsins. Kerfið er byggt upp fyrir allar tegundir fyrirtækja, óháð stærð þeirra eða fjárhagslegum styrk.

Laufakerfið er byggt upp af fimm laufum og grænum skrefum atvinnulífsins.

Laufin

Laufin eru fimm og eru byggð á skýrum umhverfisaðgerðum sem fyrirtæki þurfa að framkvæma og öll áhersla er á gagnsæi.

Flokkun úrgangs
Umhverfis-stefna
Miðlun þekkingar
Loftslags-áhrif
Vistvænni innkaup

Græn skref atvinnulífsins

Grænu skrefin samanstanda af eitt hundrað grænum og umhverfisvænum hugmyndum sem fyrirtæki geta nýtt sér og ráðist í til að bæta sig í umhverfismálum.

Græn skref atvinnulífsins eru að stórum hluta byggð á aðgerðum úr Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir sem rekin eru af Umhverfisstofnun, en hafa hér verið aðlagaðar, af Laufinu, fyrir atvinnulífið.